Norræni fulltrúaráðsfundur ELSA Reykjavík 2025

ELSA Ísland hefur hlotnast sá heiður í fyrsta sinn að halda hinn árlega Norræna fulltrúaráðsfund ELSA (Nordic Officers’ Meeting - NOM) í lok október á þessu ári. Laganemar og ungir lögfræðingar víðsvegar að af Norðurlöndum og víðar mætast á fundinum, í því augnamiði að efla tengsl og móta sameiginlega sýn fyrir framtíð samtakanna á norðurhveli.

NOM Reykjavík verður haldið dagana 31. október til 2. nóvember næstkomandi. Höfuðmarkmið fundarins er að leiða saman forystu samtakanna á Norðurlöndum í því augnamiði að móta sameiginlega stefnu og vinna þverfaglega að framgangi samstarfsverkefna, sem og að miðla af þekkingu og reynslu af rekstri verkefna hvers aðildarfélags á landsvísu.

Auk fræðandi vinnustofa, verður þátttakendum boðið upp á stórskemmtilega menningar- og skemmtidagskrá og hápunktur viðburðarins er án efa galakvöld NOM 2025.

Nánari upplýsingar um skráningu á NOM Reykjavík 2025 fyrir félagsfólk ELSA Ísland verða birtar á næstu vikum.

Previous
Previous

EFTA námsferð til Genfar

Next
Next

Stjórnarstöður ELSA Ísland lausar til umsóknar 2025/2026