EFTA námsferð til Genfar
ELSA Ísland heldur til Genfar í Sviss í sameiginlega EFTA námsferð með ELSA Noregi og ELSA Sviss!
Þetta verða fjórir ógleymanlegir dagar með skoðunarferðum, akademískum heimsóknum til leiðandi alþjóðastofnana og frábærri skemmtidagskrá.
Þú munt hafa einstakt tækifæri til að heimsækja stofnanir EFTA, Alþjóðahugverkastofnunina (World Intellectual Property Organization - WIPO) og Alþjóðaviðskiptastofnunina (World Trade Organization - WTO).
Umsóknarfresturinn er til miðnættis 8. október næstkomandi. Það eru takmörkuð pláss í boði!
Þátttökugjaldið er 85.000 kr. og er innifalið í því flug, gisting, morgunverður og öll dagskrá. Staðfestingargjald að upphæð 17.000 kr. þarf að greiðast fyrir lok dags 10. október 2025.
Skráningarform má finna hér.
Við hlökkum til að sjá þig í Genf!