Námsheimsóknir ELSA Ísland

ELSA Ísland skipuleggur námsheimsóknir til hinna ýmsu borga Evrópu.

Námsheimsóknir eru námsferðir erlendis sem ELSA Ísland skipuleggur í samráði við aðra ELSA-hópa í viðkomandi löndum. Flestar námsheimsóknir eru skipulagðar tvíhliða, sem þýðir að tveir ELSA-hópar heimsækja hvor annan.

Námsheimsóknir fela í sér félags- og menningarlega dagskrá og bjóða upp á frábært tækifæri til að kynnast laganemum frá öðrum löndum.

ELSA Ísland auglýsir námsheimsóknir erlendis tímanlega og fyrir nánari upplýisingar er hægt að hafa samband við Stjórn ELSA Ísland.