
Sendinefndir ELSA veitir félagsfólki einstakt tækifæri að vera fulltrúi ELSA á alþjóðavettvangi.
ELSA hefur ráðgefandi aðild að ýmsum alþjóðastofnunum eins og Evrópuráðinu og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. ELSA sendir reglulega fulltrúa úr röðum meðlima sinna á alþjóðlega fundi og málstofur. Alls sendir ELSA yfir 300 fulltrúa um allan heim á hverju ári.
Sendinefndir ELSA
-
Einstök upplifun
Taktu þátt í alþjóðlegum umræðum og fáðu innsýn inn í undirliggjandi þætti í alþjóðlegri ákvarðanatöku með Sendinefndum ELSA.
-
Alþjóðlegar ákvarðanatökur
Sendinefndir ELSA veitir þér tækifæri til að fylgjast með fundum helstu alþjóðastofnana og öðlast verðmæta reynslu af því hvernig ákvarðanataka og milliríkjasamstarf fer fram í reynd.
-
Ómetanleg tengslamyndun
Nýttu tækifærið til að hitta leiðandi lögfræðinga og sérfræðinga frá öllum heimshornum, sem er dýrmæt viðbót við starfsferilinn þinn.
Umsóknir í ELSA Delegations
Taktu skrefið og víkkaðu sjóndeildarhringinn þinn með Sendinefndum ELSA!
Umsóknir í Sendinefndir ELSA opna á tveggja mánaða fresti. Fundirnir standa yfirleitt yfir í fimm daga og Sendinefnd ELSA samanstendur venjulega af 4-5 fulltrúum.
Sendinefndir ELSA eru opin öllum meðlimum ELSA.
Þátttaka í ELSA Delegations er ókeypis en þátttakendur bera ábyrgð á samgöngum, mat og gistingu. Sem fulltrúi munt þú einnig kynnast laganemum frá öðrum löndum. Við umsókn er sent inn kynningarbréf og ferilskrá.
Stjórn ELSA Ísland veitir aðstoð við umsóknarferlið. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við stjórnina.
