
Mannréttinda- og réttarríkisfræðsla ELSA Ísland er hluti af framtakinu ROLE (Rule of Law Education) sem er alþjóðlegt verkefni ELSA. Markmið ROLE er að stuðla að menntun og valdeflingu ungmenna í Evrópu og leggja áherslu á mikilvægi mannréttinda og samfélagslegrar ábyrgðar.
ELSA Ísland heldur úti Mannréttinda- og réttarríkisfræðslu, þar sem laganemar heimsækja menntaskóla og halda gagnvirk erindi um mannréttindi og hugmyndinni um réttarríkið.
Markmiðið með fræðslunni er að auka og efla mannréttinda- og lýðræðisfræðslu í menntakerfinu og bæta þekkingu ungmenna á grundvallarréttindum sínum með dæmum í nútímanum og verklegum æfingum. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands
Fræðararnir eru laganemar og nýútskrifaðir lögfræðingar sem halda bæði staka fyrirlestra og stærri námskeið um efni sem tengist lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu.
Mannréttindafræðslan er frábært tækifæri fyrir laganema í fræðslustarfi og opinberri framkomu. Fræðarar stíga mikilvægt skref í átt að auknum skilningi á mannréttindum í nærsamfélagi þeirra og mynda tengsl við laganema með sam áhugasvið.