
Sumar- og vetrarskólar ELSA
ELSA býður upp á fjölbreytta sumar- og vetrarskóla víðsvegar um Evrópu.
Sumar- og vetrarskólar ELSA eru eins til tveggja vikna námskeið þar sem þátttakendur fá að kynnast spennandi lögfræðileg umfjöllunarefni og öðrum laganemum og sérfræðingum frá öllum heimshornum. Þetta er tilvalið tækifæri til að ferðast til ýmissa evrópskra borga, bæta við sig lögfræðilegri þekkingu og upplifa háskólanám erlendis.
Einstök blanda af akademískri og félagslegri dagskrá, auk menningarlegrar upplifunar sem án efa mun víkka lagalegu sjónarmiðin þín.
Dagskráin inniheldur venjulega fyrirlestra og vinnustofur stýrðra af sérfræðingum á ákveðnu sviði, sem og félags- og menningarlegri dagskrá, eins og skoðunarferðir og gala veislur.
ELSA Law Schools eru opin öllum!
Félagsmenn greiða hins vegar lægra þátttökugjald, sem felur í sér námskrá, gistingu, mat, samgöngukostnað og megnið af félagsdagskránni.
Umsóknarfrestur fyrir Sumarskóla ELSA er oftast í mars og í nóvember fyrir Vetrarskóla ELSA. Hægt er að sækja um með því að senda kynningarbréf og ferilskrá á umsóknarsíðunni.
Fyrir frekari upplýsingar, er alltaf hægt að hafa samband við Stjórn ELSA Ísland.