
Starfsnám ELSA
Umsóknir fyrir Starfsnám ELSA fara fram tvisvar á ári, að hausti og að vori. Starfsnámið getur varað frá tveimur vikum upp í tvö ár og getur verið greitt eða með greiddri gistingu.
Kröfur um tungumálakunnáttu eða lagakunnáttu er mismunandi eftir starfsnámi. ELSA-hópurinn á hverjum stað aðstoðar starfsnemann við öll hagnýt erindi, líkt og að finna gistingu, sækja um vegabréfsáritun og fleira.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir laganema sem hafa áhuga á að öðlast starfsreynslu erlendis.
ELSA Ísland aðstoðar þig við umsóknarferlið. Nánari upplýsingar um starfsnám og umsóknarferlið má finna hér.
ELSA Traineeships er alþjóðlegt starfsnám á vegum ELSA sem býður laganemum og ungum lögfræðingum tækifæri til að stunda starfsnám erlendis.
Umsóknarferlið
Í gegnum starfsnám ELSA geta laganemar og ungir lögfræðingar fengið tækifæri til að starfa erlendis í allt frá tveimur vikum upp í tvö ár. Stöðurnar eru auglýstar tvisvar sinnum á ári og umsóknir eru sendar inn hér.
Allar umsóknir eru yfirfarnar á tveim stigum innan ELSA, fyrst af Framkvæmdastjóra atvinnutækifæra ELSA Ísland og síðan af varaforseta atvinnutækifæra ELSA International.
Fjöldi starfsnámsmöguleikar eru í boði í ýmsum atvinnugreinum, svo sem dómstólum, alþjóðastofnunum, háskólum og lögmannastofum. Um það bil 200-300 starfsnámsstöður eru í boði á hverju umsóknartímabili.
Umsækjendur senda inn kynningarbréf og ferilskrá, fylla út hvaða hæfni þeir búa yfir og menntunarstig þeirra. Ef þeir uppfylla ekki kröfur starfsnámsstaðarins verður umsóknin ekki send áfram. Starfsnámsstaðirnir krefjast þess að umsækjendur hafi ákveðna menntun og lagakunnáttu, sem felst í grunn- og framhaldsþekkingu á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Jafnframt krefjast starfsnámsstaðirnir að umsækjendur hafi ákveðna tungumálakunnáttu.
Ef frekari spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við Framkvæmdastjóra atvinnutækifæra ELSA Ísland.