ELSA - The European Law Students’ Association

ELSA - The European Law Students’ Association - er Samtök evrópskra laganema. Þetta eru sjálfstæð, ópólitísk og alþjóðleg samtök laganema og ungra lögfræðinga sem stofnuð voru 4. maí 1981 í Vín, Austurríki.

Markmið ELSA er að veita félögum sínum vettvang til að þróa núverandi færni sína og öðlast nýja, til að tengjast öðrum laganemum og sérfræðingum frá mismunandi löndum víðsvegar um Evrópu og til að vera undirbúin fyrir atvinnulíf í alþjóðlegu umhverfi, með gagnkvæmum skilningi að leiðarljósi.

Á alþjóðavettvangi stendur Alþjóðastjórnin fyrir starfi ELSA, sem hefur aðsetur í Brussel og situr þar í fullu starfi í eitt ár.

Gildi ELSA


SÝN

Réttlátur heimur, þar sem virðing er borin fyrir mannlegri reisn og menningarlegum fjölbreytileika

TILGANGUR

Að leggja sitt af mörkum til lögfræðimenntunar, efla gagnkvæman skilning og samfélagslega ábyrgð laganema og ungra lögfræðinga

Að þróa alþjóðleg tengsl milli nemenda og fagfólks á sviði lögfræðinnar, að undirbúa félagsfólk fyrir atvinnulíf í alþjóðlegu umhverfi, að stuðla að miðlun fræðilegrar reynslu og gagnkvæman skilning á jafnréttisgrundvelli allra félagsfólks

MARKMIÐ

Með því að veita laganemum og ungum lögfræðingum tækifæri til að kynnast til að kynnast öðtum menningarheimum og réttarkerfum í anda gagnrýninnar hugsunar og fræðilegs samstarfs. Með því að veita laganemum og ungum lögfræðingum lagalega færni í alþjóðlegu umhverfi og til að starfa í þágu samfélagsins

ÞÝÐING