KEPPNIR

ELSA skipuleggur margvíslegar keppnir, allt frá staðbundnum keppnum til virtra alþjóðlegra keppna. Þar má til dæmis finna málflutningskeppnir, ritgerðarkeppnir og samningakeppnir.

Með því að taka þátt í keppnum ELSA færðu tækifæri í opinberri framkomu og að beita lagalega þekkingu í hagnýtum aðstæðum.

John H. Jackson málflutningskeppnin

John H. Jackson málflutningskeppnin (The John H. Jackson Moot Court Competition - JHJMCC) er ein virtasta málflutningskeppnin sem er skipulögð af ELSA, í samvinnu við Alþjóðaviðskiptastofnunina (World Trade Organization - WTO). Málflutningskeppnin leggur áherslu á alþjóðlegan viðskiptarétt og málsmeðferð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir lausn deilumála. Keppt er í 2-4 manna liðum og úrslitin eru haldin í höfuðstöðvum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf.

Helga Pedersen málflutningskeppnin

Helga Pedersen málflutningskeppnin (The Helga Pedersen Moot Court Competition - HPMCC) er virt alþjóðleg málflutningskeppni skipulögð af ELSA, í samvinnu við Mannréttindadómstól Evrópu. Málflutningskeppnin snýst um evrópskar mannréttindareglur og málsmeðferð kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Keppt er í 2-4 manna liðum og meðlimum sigurliðsins er boðin starfsþjálfun hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Úrslit málflutningskeppninarinnar eru haldin í Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg.

Samningakeppni ELSA Ísland


ELSA Ísland stendur fyrir samningakeppni hér á Íslandi. Keppnin er dæmd af alþjóðlegum hópi dómara sem samanstendur af sérfræðingum á sviði samningsgerðar og málamiðlunar og fer keppnin því fram á ensku.

Keppnin er haldin í samstarfi við norska ráðgjafafyrirtækið Wægger Negotiation Institute, sem veitir fyrirtækjum, stofnunum og almenningi ráðgjöf við samningsgerð og stendur jafnframt fyrir þjálfun í málamiðlun og gerð samninga.